Fótbolti

Innkoma Kolbeins skipti sköpum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá Ajax í 2-1 sigri á toppliði Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan var markalaus þegar Kolbeinn kom af bekknum á 71. mínútu. Hann var síðasta skipting Ajax en lét strax að sér kveða. Heimamenn komust yfir tveimur mínútum síðar og á 76. mínútu fór skot Kolbeins í stöngina og af varnarmanni Zwolle í netið. Gestirnir minnkuðu muninn undir lokin.

Kolbeinn skoraði sigurmark Íslands gegn Albaníu í vikunni og er í fantaformi. Hann skoraði einnig í 4-4 jafntefli liðsins gegn Sviss í Bern.

Zwolle var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Liðið hefur þrettán stig en Hollandsmeistararnir frá Amsterdam nálgast toppinn með ellefu sig eftir sex leiki í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×