Fótbolti

Þjálfari Eiðs Smára rekinn

Eiður í leik með Brugge.
Eiður í leik með Brugge.
Tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen gæti farið fjölgandi á næstunni því félagið er búið að reka þjálfarann sinn.

Juan Carlos Garrido var sagt upp störfum í dag. Meðan leit að nýjum þjálfara stendur yfir munu aðstoðarþjálfararnir Philippe Clement og Stephan van der Heyden stýra liðinu.

Eiður Smári fékk ekkert að spila undir stjórn Garrido og var ekki útlit fyrir að það myndi breytast. Eiður var einfaldlega úr myndinni hjá honum.

Eiður fær því tækifæri hjá nýjum þjálfara og spurning hvort hann vinni sig inn í liðið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×