Fótbolti

Má bjóða þér 2,3 milljarða króna í árslaun?

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Hið moldríka franska félag, PSG, ætlar ekki að missa stórstjörnu sína, Zlatan Ibrahimovic, og hefur boðið honum nýjan og freistandi samning.

PSG hefur boðið Zlatan samning sem færir honum 2,3 milljarða íslenskra króna í árslaun. Þá erum við að tala um eftir skatt.

Ef Zlatan tekur tilboðinu verður hann samningsbundinn PSG til ársins 2016.

Zlatan hefur verið duglegur að flakka á milli liða á sínum ferli en Laurent Blanc er að reyna að byggja upp lið og vill því alls ekki missa Zlatan frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×