Lífið

Heimsþekktir tölvuhakkarar í banastuði

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á mynd til að skoða allt albúmið.
Smelltu á mynd til að skoða allt albúmið. myndir/thorgeir olafsson
Meðfylgjandi myndir tók Thorgeir Olafsson á Hilton hótelinu í Reykjavík í síðustu viku á tölvu-öryggisráðstefnu Nordic Security Conference.  Fjöldi erlendra gesta mættu hingað sérstaklega til að sækja ráðstefnuna eins og Chris Valasek sem sérhæfir sig í að hakka sig í bifreiðar og Stephen Watts sem var ákærður fyrir að taka þátt í stærsta kreditkortasvikamáli fyrr og síðar en hann sat í fangelsi í tvö ár. Einnig fór fram Hac-keppni eða tölvuhakkarakeppni í Háskólanum í Reykjavík.



Sjáðu í myndbandinu hvernig Chris fer að þessu:



Smellið á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.



Chris Valasek er þekktur fyrir að hakka sig inn í tölvukerfi bifreiða.
Hakkararáðstefnan NSC, Nordic Security Conference, fór fram í síðustu viku.
Stephen Watts (þessi hávaxni) var dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða litlar 170 miljónir dollara í skaðabætur fyrir þátttöku sína í stærsta kreditkortasvikamáli fyrr og síðar en hann má ekki nota tölvur nema þær séu með sérstökum hlerunarbúnaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.