Lífið

Ætli ég sé ekki vinnuhestur

Söngkonan Miley Cyrus hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir atriði hennar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þarseinustu helgi. Miley segist glíma við sín vandamál eins og flestir.

“Ég glími við mörg vandamál. Ég er í ruglinu – allir gera heimskulega hluti þegar þeir eru í vanda. Ég lifi ekki eðlilegu lífi. Ég tek mér pásu endrum og eins en ég er ekki góð í því,” segir Miley í viðtali við Sunday People. Hún segist vinna eins og skepna.

Atriði Miley og Robin Thicke hneykslaði marga.
“Ég geri ekkert nema vinna þannig að ég borða til að lifa og held áfram. Fólk er ánægt með mig því það nægir mér að sofa bara í þrjú korter. Ég er vön því. Ætli ég sé ekki vinnuhestur. Ég elska að vera í stúdíóinu og mér leiðist þegar ég fer í frí. Ég lít á vinnu sem eitthvað sem ég verð að gera.”

Ekki lítil lengur.
Stúlka verður kona.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.