Lífið

Vill „parkera sjónvarpskonunni“ á sumrin og vera sirkuslistamaður

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Margrét vill í sjónvarp á veturna en í sirkus á sumrin.
Margrét vill í sjónvarp á veturna en í sirkus á sumrin. mynd/arnþór
„Þetta getur í alvörunni gerst,“ segir sjónvarpskonan og sirkuslistamaðurinn Margrét Erla Maack, en hún er meðlimur Sirkuss Íslands sem hefur undanfarið safnað fyrir sirkustjaldi á vefsíðunni Karolina Fund.

Tjaldið sem sirkusinn hefur augastað á kostar rúmlega sex milljónir króna og stendur til að ferðast um landið á sumrin með sirkusinn, bæði til þess að halda sýningar og sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna. „Ég vil bara parkera sjónvarpskonunni á sumrin og vera sirkuslistamaður,“ segir Margrét.

Söfnunin stendur til miðnættis í kvöld og Margrét er vongóð um að markmiðið náist. „Það er búið að ganga rosa vel, sérstaklega um helgina er búið að gefa vel í. Við sjáum þetta á sjóndeildarhringnum. Við erum bara svo ógeðslega góður sirkus,“ segir Margrét og bætir því við að sirkusinn komi fólki alltaf á óvart. „Við höfum bæði heyrt það frá áhorfendum og atvinnusirkusfólki. Það eina sem vantar er tjaldið.“

Sirkus Íslands vonast til að geta ferðast um landið og haldið sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.