Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Blautt innslag frá Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
„Það verður að viðurkennast að það rignir stundum í Vestmannaeyjum," segir Sighvatur Jónsson í upphafi stórskemmtilegs innslags síns í Pepsi-mörkunum í gær en Sighvatur fjallaði þá um ástæður þess að ekkert varð af leik ÍBV og Vals í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Sighvatur skoðaði aðstæður á Hásteinsvellinum og ræddi einnig við Magnús Gylfason, þjálfara Vals, sem var mættur með sína menn til Vestmannaeyja. Magnús mætti í viðtalið með risa regnhlíf og það fór ekkert á milli mála að það rigndi talsvert í Eyjum í gær.

„Það er rigning og það ein aðalástæðan fyrir því að það er ekki spilað. Völlurinn er gjörsamlega óleikhæfur og algjörlega á floti þannig að það er enginn möguleiki að spila," sagði Magnús Gylfason meðal annars í viðtalinu.

Það má sjá þetta innslag frá Sighvati með því að smella hér fyrir ofan en það má enginn missa af því þegar hann lætur sjálfur á það reyna hversu blautur Hásteinsvöllurinn var í gær.


Tengdar fréttir

Uppgjör Pepsi-markanna frá því í gær

Fjórir leikir fóru fram í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gær en fresta þurfti tveimur leikja umferðarinnar vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×