Lífið

Ólafur Darri til Bandaríkjanna

Ólafur Darri Ólafsson fékk á dögunum hlutverk í stórri framleiðslu á bandarískum sjónvarpsþáttum. Hlutverk Ólafs Darra er nokkuð stórt og gangi allt að óskum mun hann flytjast tímabundið til Atlanta með fjölskylduna.

Þættirnir sem um ræðir verða framleiddir af sjónvarpsstöðinni IMC. Ólafur Darri vildi ekki gefa mikið upp um innihald þáttanna, sem eru spennuþættir og fjalla að einhverju leyti um flugslys. Hlutverkið datt nokkuð óvænt í hendur Ólafs Darra þegar hann fór út í prufu fyrir bandaríska bíómynd.

Í stað þess að fá hlutverkið í bíómyndinni var honum boðið að taka þátt í prufuþætti, svokölluðum pilot, fyrir sjónvarpsþættina. Prufuþátturinn verður tekinn upp seinna í september en ákvörðun um framleiðsluna verður tekin síðar á árinu.

Í janúar tekur svo við risavaxið innlent verkefni og segist Ólafur Darri hlakka til að bera saman framleiðsluferlin ytra og hér heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.