Lífið

Þessi leika aðalhlutverkin í 50 gráum skuggum

Aðdáendur bókarinnar 50 gráir skuggar eru búnir að bíða í ofvæni eftir að fá að vita hvaða leikkona og leikari fara með aðalhlutverkin í mynd sem byggð er á bókinni. Nú er biðin á enda.

Höfundur bókarinnar, E.L. James, afhjúpaði aðalleikarana á Twitter-síðu sinni í gær.

Dakota er dóttir Melanie Griffith og Don Johnson.
“Ég er himinlifandi að segja ykkur að hin yndislega Dakota Johnson hefur samþykkt að leika Anastasiu í kvikmyndinni 50 gráir skuggar,” skrifaði E.L. Minna en klukkustund síðar sagði rithöfundurinn aðdáendum sínum hver myndi fara með hlutverk Christian Grey.

Charlie verður Christian.
“Hinn fjallmyndarlegi og hæfileikaríki Charlie Hunnam verður Christian Grey.”

Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni sem byggð er á samnefndri bók.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.