Lífið

Selja draumaheimilið á fimm milljarða

Stjörnuhjónin Will Smith og Jada Pinkett-Smith eru búin að setja draumaheimili sitt í Kaliforníu á sölu en þau hafa einungis búið þar í tvö ár.

Will og Jada, sem eiga soninn Jaden, fimmtán ára, og dótturina Willow, tólf ára, saman vilja 42 milljónir dollara fyrir húsið, rétt rúma fimm milljarða króna.

Vandræði í paradís?
Smith-fjölskyldan flutti inn í húsið árið 2011 en það tók sjö ár að byggja það. Húsinu fylgir hugleiðingarskáli, upptökustúdíó, tennis- og körfuboltavöllur. Þá eru hjónin nýbúin að selja sumarhús sitt á Havaí og því halda slúðurmiðlar vestan hafs því fram að þau séu að skilja. Hvorki Will né Jada hafa viljað tjá sig um það.

Will og krakkarnir.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.