Lífið

Fengum lögreglufylgd frá flugvellinum

Ása Ottesen skrifar
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir keppir í Miss World 2013
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir keppir í Miss World 2013 Mynd/ Einkasafn
"Við förum ekkert nema í fylgd öryggisvarða og fengum meira segja lögreglufylgd upp á hótel þegar við lentum hér á Balí,"  segir hin 22 ára, Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, sem er stödd á Balí um þessar mundir þar sem æfingar standa yfir fyrir keppnina Miss World 2013.

Rúmlega 130 stúlkur keppa Miss World sem verður haldin í 63. sinn í borginni Jakarta sem er höfuborg Indonesíu, þann 28. september.

Sigríður Dagbjört keppir fyrir hönd Íslands en hún var valin Ungfrú Reykjavík 2011 og lenti í þriðja sæti í keppninni Ungfrú Ísland sama ár.

„Ég er ekkert stressuð fyrir keppnina. Bróðir minn og vinkona hans koma út og ætla að vera viðstödd keppnina, það er mikill stuðningur fyrir mig að fá þau til mín,“ segir hún.

Hér sést Sigríður Dagbjört með flugfreyjum wow á leið Kaupmannahafnar.Mynd/ Einkasafn
Undirbúningur stendur nú sem hæst á eyjunni Balí, þar sem stúlkurnar æfa sig fyrir myndatökur, taka þátt í hæfileikakeppni og halda tískusýningar svo eitthvað sé nefnt. 

„Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessari keppni, sérstaklega að fá að kynnast svona mörgum stelpum frá ólíkum menningarheimum.  

Ég uppgvötaði meira að segja að stúlkan sem keppir fyrir hönd Skotlands þekkir sama fólk og ég á Íslandi,“segir hún og hlær.

Sigríður Dagbjört stundar nám í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands og vinnur á innheimtustofunni Motus meðfram náminu.  Hún er stýrir einnig blaði laganema, sem nefnist Grímur Geitskór. 

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Sigríðar HÉR 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.