Fótbolti

Alfreð tók þátt í lokaæfingunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigri á Norðmönnum síðastliðið haust.
Alfreð skoraði síðara mark Íslands í 2-0 sigri á Norðmönnum síðastliðið haust. Mynd/Vilhelm
Framherjinn Alfreð Finnbogason var með á æfingu íslenska landsliðsins í Sviss í dag. Óvissa ríkir með þátttöku hans í landsleiknum í Bern annað kvöld.

Alfreð spilaði ekki með liði sínu Heerenveen í Hollandi um liðna helgi vegna meiðsla á tá. Hann virðist þó vera að koma til og líklegt að hann geti tekið þátt í leiknum á morgun.

Ólíklegt má telja að Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sölvi Geir Ottesen spili á morgun. Félagarnir æfðu hvorki í gær né í dag vegna meiðsla.

Æfing landsliðsins í dag var sú síðasta fyrir leikinn í Bern annað kvöld.


Tengdar fréttir

Þetta landslið í dag er betra en það var í fyrra

Lars Lagerbäck ber mikla virðingu fyrir svissneska landsliðinu og segir að íslenska liðið sé ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart Svisslendingunum. Ísland muni mæta óhrætt til leiks á Stade de Suisse á morgun og leika til sigurs.

Baggið að bögga Lagerbäck í Bern

Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli.

Emil farinn heim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án krafta Emils Hallfreðssonar í leiknum gegn Sviss annað kvöld.

Svisslendingar tefla fram sínu sterkasta liði

Eitt af því sem fær íbúa í Sviss til þess að trúa því að leikurinn gegn Íslandi verði frekar auðveldur er sú staðreynd að allir leikmenn svissneska liðsins eru heilir heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×