Fótbolti

Svisslendingar tefla fram sínu sterkasta liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xherdan Shaqiri
Xherdan Shaqiri Mynd / Getty Images
Eitt af því sem fær íbúa í Sviss til þess að trúa því að leikurinn gegn Íslandi verði frekar auðveldur er sú staðreynd að allir leikmenn svissneska liðsins eru heilir heilsu.

Sviss getur því teflt fram sínu besta liði í leiknum á morgun.

Samkvæmt svissneskum blaðamönnum er byrjunarlið liðsins klárt. Liðið verður þannig skipað að Diego Benaglio verður í markinu í 4-2-3-1 liðsuppstillingu.

Í vörninni verður þeir Stephan Lichsteiner, Fabian Schär, Steve von Bergen og Ricardo Rodriguez.

Valon Behrami og Blerim Dzemaili verða djúpir á miðjunni. Fyrir framan þá eru síðan Xherdan Saquiri, Granit Xhaka og Valentin Stocker. Haris Seferovic er svo fremstur.

Liðið er gríðarlega öflugt og hefur spilað nokkuð lengi saman. Þarna eru margir menn með mikla reynslu til að mynda úr Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×