Lífið

Gleymið þessu strákar - hún er gengin út

Leikkonan Scarlett Johansson, 28 ára, er trúlofuð franska blaðamanninum Romain Dauriac eftir aðeins tíu mánaða kynni. Fréttatilkynning sem staðfesti sögusagnir um trúlofunina var send á fjölmiðla. Þar var einnig tilkynnt að parið hefur ekki enn ákveðið hvenær það gengur í heilagt hjónaband.

Scarlett frumsýndi Art-deco hringinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar hún kynnti kvikmyndina Under the Skin at the 2013. Slúðurheimurinn vestan hafs hefur titrað síðan fyrrnefndur hringur stal senunni en nú er þetta komið á hreint - leikkonan er gengin út.

Romain er ekki óbreyttur blaðamaður sem eltist við fréttir heldur er hann fyrrum ritstjóri franska tímaritsins Clark. Maðurinn starfar í dag sem umboðsmaður listamanna.



Scarlett geislar af ánægju.
Ástfangin úti á götu.
Komin með franskan sjarmör upp á arminn.
Mússí mússi.
Sólgleraugun koma sér vel í kringum ágenga aðdáendur.
Scarlett var gift leikaranum Ryan Reynolds í tvö ár en hann giftist stuttu seinna Gossip Girl stjörnunni Blake Lively.



Ómótstæðileg á forsíðunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.