Fótbolti

Eiður má ekki ræða um Club Brügge

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Eiður á æfingu landsliðsins í gær.
Eiður á æfingu landsliðsins í gær. mynd/valli
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Club Brügge hefur verið í umræðunni upp á síðkastið og talað um að hann gæti verið á förum frá félaginu.

Eiður hefur lítið verið að spila fyrir félagið og þjálfari liðsins sagði á dögunum að hann mætti fara frá félaginu enda ekki lengur í myndinni hjá honum.

"Ég er enn með samning í Belgíu og mun mæta aftur þangað eftir landsliðsverkefnin. Ég veit ekki meir. Ég er aðallega að spá í þessa landsleiki með íslenska landsliðinu núna. Svo tekur við það sem tekur við," sagði Eiður Smári í viðtali við Vísi í dag á hóteli íslenska liðsins í Bern.

En vill hann komast frá belgíska félaginu?

"Þetta er hvorki staður né stund til þess að tala um það. Okkur er líka yfirleitt bannað að tala um Club Brügge þegar við erum með landsliðinu og ég verð að virða það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×