Lífið

Biluð busun í Borgarholtsskóla

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Ívar Guðmundsson
Meðfylgjandi myndir tók Ívar Guðmundsson á árlegri busavígslu Borgarholtsskóla sem fram fór í blíðskaparveðri í gær á lóð skólans. Busarnir fóru í gegnum þrautabraut og fengu að henni lokinni veitingar sem kennarar matreiddu. Allt fór vel fram og voru bæði busar, böðlar og starfsfólk skólans ánægt með daginn.

Í gærkvöldi var síðan haldið busaball á skemmtistaðnum Spot þar sem Intro Beats, Love Guru og Svitabandið héldu uppi fjörinu.

Nýnemar voru sóttir í tíma klukkan 9.30 og þeim safnað saman í matsal skólans. Þeim var svo stillt upp í röð fyrir utan skólann og gengu fylktu liði með eldri nemendum í bílaportið sem er austan við aðalbygginguna. Þar var búið að koma upp þrautabraut sem nýnemar þurftu að fara í gegnum. Í lokin var boðið upp á grillaðar pylsur sem kennarar sáu um að framreiða. Nýnemar fengu svo frí það sem eftir var dagsins, en eldri nemendur settust aftur á skólabekk. Nemendafélagið sá um undirbúning vígslunnar í góðu samstarfi við félags- og forvarnarfulltrúa og skólastjórnendur.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið (244 myndir).

Þessi busi er bara virkilega myndarlegur. Hvaða rugl er þetta?
Vó!
Úff - erfitt að skrifa myndatexta við þetta. Æi.
Fjör.
Þeim leiddist ekki.
Nei!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.