Lífið

Fagnar 12.300 daga afmæli í kvöld

Sylvia Briem skrifar
Ólöf Arnalds.
Ólöf Arnalds. Mynd/GVA
Ólöf Arnalds tónlistarkona heldur afmælistónleika á Loft Hostel í kvöld í tilefni þess að hún er 12.300 daga gömul.

Ólöf hefur farið víðreist við tónleikahald síðustu ár og oftar en ekki hefur hún fagnað afmæli sínu á flugvelli, aftast í rútu, bílastæði eða í reykfylltu grænaherbergi.

Ólöf mun spila með helsta samstarfsmanni sínum Skúla Sverrissyni og býður öllum að koma og fagna með sér. Tónleikarnir verða á Loft Hostel í Bankastræti 7, klukkan 21.00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.