Lífið

Þetta eru geggjaðir brennslutímar

Ellý Ármanns skrifar
Sigrún Grendal hefur dansað nánast sleitulaust frá fimm ára aldri og afródans síðan hann var fyrst kynntur hér á Íslandi. Hún hefur farið nánast árlega til Gíneu síðustu fimmtán árin til að dansa og kynnast gíneskri menningu.

„Ég stofnaði Afróskóla Sigrúnar Grendal árið 1999 og hef kennt afródans síðan þá bæði hérlendis og á Norðurlöndunum," segir Sigrún en sennilega hefur enginn Íslendingur dansað afró jafn lengi og hún.

Hér er Sigrún ásamt dóttur sinni Agnesi, dansaranum Baba Bangoura og trommaranum Cheick Bangoura.
Sigrún er hvergi nærri hætt að kenna Íslendingum að dansa og ætlar að bjóða upp á ósvikna Afríska stemmningu í Sporthúsinu í haust ásamt því að vera með lifandi tónlist í tímunum. Námskeiðið hefst 10. september en það eru fjórir kennarar úr Afró skóla Sigrúnar Grendal sem munu sjá um kennsluna með Baba Bangoura í fararbroddi. Baba er frá Gíneu í Vestur-Afríku og er með virtustu og eftirsóttustu danskennurum og kóreógröfum í sínu landi. Hann stjórnaði danshópnum Sourakhata sem hlotið hefur viðurkenningar fyrir frábærar og metnaðarfullar sýningar. Baba dansaði meðal annars í vinsælli sýningu, „AFRIKA AFRIKA", sem sýnd hefur verið undanfarin ár í London og Þýskalandi. Hér er því kjörið tækifæri til að læra afródans eins og hann gerist bestur.

Upplfunin aðalatriðið

„Í tímunum verður lögð áhersla á að þátttakendur upplifi ósvikna afríska stemningu þar sem leysist úr læðingi ótrúleg orka og gleði við að hreyfa sig eftir trylltum trommuslætti meistara Bangoura." Ekta afrískar hreyfingar og spor eru undirstaðan í upphituninni sem felst í því að undirbúa líkamann undir sjálfan afródansinn sem síðan er kenndur.

Brennslutímar sem hæfa öllum

„Afró eru miklir brennslutímar sem hæfa fólki á öllum aldri. Afródansinn getur verið mjúkur og seiðandi og einnig kraftmikill og orkuríkur. Dansinn gefur hverjum og einum svigrúm til að njóta sín á eigin forsendum, jafnt vönum sem óvönum.“

Áhugasamir geta kíkt í frían kynningartíma laugardaginn 7. September, klukkan 11:15 í Sporthúsinu í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.