Fótbolti

Tvær sjöur í miklu stuði í kvöld - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
mynd / valli
Jóhann Berg Guðmundsson og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir þrennu fyrir sínar þjóðir í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Jóhann Berg tryggði Íslandi 4-4 jafntefli á útivelli á móti Sviss en Ronaldo tryggði Portúgal 4-2 útisigur á Norður-Írlandi.

Jóhann Berg og Cristiano spiluðu báðir númer sjö með sínum landsliðum í kvöld og það er því ekki úr vegi að skella saman í myndasyrpu með þessum tveimur frábærum knattspyrnumönnum sem sýndu svo sannarlega snilli sína 6. september 2013.

Myndirnar eru hér fyrir ofan eru annarsvegar frá Valgarði Gíslsyni, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, sem var á Stade de Suisse í Bern og tók allar myndirnar af Jóhanni Berg en myndirnar af Cristano eru frá Getty-myndabankanum.







Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×