Fótbolti

Eiður Smári: Ég vona að Kolbeinn eða einhver annar bæti metið mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen Mynd/Valli
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt tíunda landsliðsmark á móti Sviss og var fjórtán leikjum á undan Eiði Smára í tuginn en er markamet Eiðs Smára Guðjohnsen í hættu?

„Kolbeinn á mörg ár eftir og hann er gríðarlegur markaskorari. Ég held að Kolbeinn sé að eðlisfari meiri markaskorari heldur en ég og spilar yfirleitt framar á vellinum. Ég vona bara að þetta met verði einhvern tímann slegið hvort sem að það verður Kolbeinn eða einhver annar," segir Eiður Smári. Eiður Smári hefur skoraði 24 mörk fyrir landsliðið en skoraði síðast 5. september 2009.

„Ég er ekki alveg hættur og næ vonandi að bæta eitthvað við en það er ekki eitthvað sem er ofarlega í huga hjá mér. Ég mun alltaf spila boltanum á Kolbein þótt að hann sé að fara bæta markametið mitt. Þetta snýst um að við vinnum leiki og vonandi að við komust á eitt stórmót áður en ég hætti," sagði Eiður Smári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×