Fótbolti

Haukur Páll inn fyrir Emil og Gunnar Heiðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/pjetur
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur bætt Hauki Páli Sigurðssyni, úr Val, inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Albaníu annað kvöld.

Haukur Páll hefur spilað einn landsleik. Hann var í byrjunarliðinu í 3-1 tapi gegn Japan í vináttuleik ytra í febrúar 2012.

Þeir Emil Hallfreðsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og bætist því Haukur Páll í hópinn.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×