Fótbolti

Ari Freyr: Albanir eru með betra lið en margir halda

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við getum farið með ágætt sjálfstraust í þennan leik á morgun þökk sé Jóa B.,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Vísi fyrri í dag.

Ísland gerði 4-4 jafntefli við Sviss á föstudagskvöld og skoraði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, þrjú mörk í leiknum.

Liðið mætir síðan Albaníu í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

„Við sýndum mjög mikinn karakter að setja fjögur mörk á Sviss sem er lið sem hafði aðeins fengið á sig eitt mark í síðust sjö leikjum.“

„Leikurinn gegn Albönum á morgun verð allt öðruvísi. Þeir hafa breytt liði sínu töluvert og þetta er betra lið en margir halda.“

„Það mun hjálpa okkur mikið að fá fullan völl hér á morgun þrátt fyrir að veðrið verði sennilega ekkert sérstakt.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×