Fjöldamorðinginn dansaði tsja-tsja-tsja Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. ágúst 2013 11:20 Joshua Oppenheimer fékk fjöldamorðingja til þess að setja morðin í Indónesíu árið 1965 á svið. Heimildarmyndin The Act Of Killing í leikstjórn Joshua Oppenheimer verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Í myndinni sjást fyrrum foringjar dauðasveita í Indónesíu leika fjöldamorðin sem voru framin þar í landi árið 1965. Leikstjórinn fékk foringjana til þess að setja morðin á svið og máttu þeir ákveða með hvaða hætti það var gert. Meðal annars eru morðin sett fram í klassískum Hollywood glæpastíl og stórbrotnum söngleikjastíl. Fjöldamorðin í Indónesíu hafa haft mikil áhrif á samfélagið þar í landi. Um ein milljón meintra kommúnista voru drepnir. Morðingjunum hefur verið hampað og alið er á hræðslu almennings í garð yfirvalda. Hugmyndina að myndinni fékk Joshua þegar hann myndaði aðra mynd þar í landi um konur sem vinna lífshættuleg störf á plantekrum. Þær þora ekki að stofna mér sér verkalýðsfélög eða gera uppreisn með neinum hætti af ótta við að það sama hendi þær og formæður og forfeður þeirra sem létu lífið í fjöldamorðunum 1965. Blaðamaður ræddi við leikstjórann í gegnum Skype talaði við hann um gerð myndarinnar og upplifun hans á ástandinu í Indónesíu.Ef nasistarnir hefðu unnið „Ásamt því að taka viðtöl við foringja dauðasveitanna tók ég einnig viðtöl við þá sem lifðu af og aðstandendur þeirra sem dóu. Þetta fréttist að sjálfsögðu fljótt út og það kom mér á óvart að við lentum í handtökum vegna viðtalanna við fórnarlömbin og þau myndbönd voru gerð upptæk. Aftur á móti var það látið vera að ég tæki viðtöl við foringjana, þá sem frömdu morðin, segir Joshua um gerð myndarinnar. Hann líkir þessu við að vera kominn til Þýskalands 40 árum eftir helförina og átta sig á því að nasistarnir hefðu unnið. „Aðstandendur og fórnarlömb fjöldamorðanna í Indónesíu hafa verið neydd til að þegja um atburðina á meðan að foringjarnir eða morðingjarnir hafa stært sig af verkum sínum.“ Joshua segir að ekki sé hægt að hugsa þessi morð sem eitthvað sem gerðist langt í burtu fyrir langa löngu síðan. Morðingjarnir hafi í raun unnið og alla tíð síðan hafi verið byggt á miklum ótta hjá almenningi í Indónesíu. Það hafi þær afleiðingar að þau þori það ekki að gera uppreisn eða stofna með sér verkalýðsfélög. Þau óttast að það fari eins fyrir þeim og forfeðrum sínum árið 1965. „Fólk er neytt til að vinna störf sem eru hættuleg og margir láta lífið við störf sín til þess að útbúa vörur fyrir okkur í hinum vestræna heimi. Fólk hugsar ekki nógu mikið út í það, að líf þessa fólk séu hluti af verðinu sem eru greiddar fyrir þessar vörur,“ segir hann.Minnir á nýju fötin keisarans Joshua segir að myndin hafi slegið í gegn í Indónesíu og orðið til þess að breyta hugarfari þjóðarinnar. Það sé þó ekki eins og hinar slæmu afleiðingar hafi verið ekki verið þekktar, það sé frekar að myndin sé svolítið eins og barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum í sögunni um nýju fötin keisarans. Hún bendir fólki á það sem það vissi þegar en þorði ekki að ræða um. Myndin hefur ekki verið sýnd opinberlega, en samtök og skólar hafa pantað myndina. Joshua vildi óska þess að hann gæti farið til Indónesíu og upplifað breytingarnar en hann telur að honum sé ekki óhætt að fara til landsins. Hann yrði umsvifalaust settur í fangelsi ef ekki drepinn. „Það er mjög gaman að hafa unnið að einhverju sem skiptir máli og breytir einhverju eins og myndin hefur gert í Indónesíu,“ segir Joshua.Morðin sett upp í söngleikjastíl „Það kom mér á óvart að það var ekki erfitt að fá foringjana til þess að tala um morðin, þeir voru mjög fúsir að ræða þessa atburði, jafnvel fyrir framan eiginkonur sínar, börn og barnabörn. Þeir stungu svo sjálfviljugir upp á því að sýna mér staðina þar sem morðin fóru fram og buðust til að endurgera atvikin. Ég tók þá stefnu að leyfa þeim að velja í hvaða stíl atriðin væru sett upp og atriðin eru meðal annars í söngleikjastíl og hinum venjulega glæpastíl sem við þekkjum frá Hollywood,“ segir Joshua. „Það voru aðstandendur og fórnarlömb morðanna sem hvöttu mig til þess að gera þetta, fara og taka þessi viðtöl í þeirri von um að þau fengju loks að heyra um afdrif ástvina sinna.“Dansar cha-cha-cha og kyrkir fólk „Einn af morðingjunum sem ég myndaði hvað best tengsl við á meðan á upptökunum stóð var Anwar. Hann var á þessum tíma, árið 1965, meðlimur í gengi sem seldi kvikmyndir frá Bandaríkjunum á svörtum markaði. Hann var ósáttur við kommúnistana sem vildu banna þessar myndir. Hann og félagar hans voru hækkaði í tign ef svo má segja og gerðir að meðlimum í þessum dauðasveitum,“ segir Joshua. Anwar beitti aðferðum sem hann þekkti úr heimi kvikmyndina þegar hann drap fórnalömb sín en Anwar sjálfur er talinn hafa drepið um 1.000 manns. Eitt af áhrifaríkustu atriðum myndarinnar segir Joshua að sé þegar Anwar sést dansa cha-cha-cha og leika hvernig hann kyrkir fórnarlömbin með vírum. Þetta var fyrsta upptakan sem við tókum af honum. „Ég ákvað strax að fara þá leið að dæma hann ekki fyrir það sem hann gerði heldur að verða vinur hans. Við náðum vel saman og það var áhugavert að kynnast þessum manni. Hann hafði aldrei þurft að horfast í augu við það sem hann gerði heldur hafði honum stöðugt verið hampað fyrir ódæðisverkin,“ segir Joshua. „Þessir menn eru neyddir til þess að líta á það sem þeir gerðu hafi verið einhverskonar hetjudáð og þeir ljúga að sjálfum sér, en það er þeirra leið til að geta horft í augu við sjálfa sig án þess að líta í framan í sig í speglinum á morgnanna og sjá þar fjöldamorðingja.“ „Anwar sagði mér að þetta væri í raun mikill léttir fyrir hann, að horfast loks í augu við það sem hann hefur gert og fá loksins tækifæri til að tala um það,“ segir hann. Joshua telur að fólk vilji oft skipta fólki í tvo hópa, annars vegar gott fólk og flestir falli í þann flokk og hinsvegar vont fólk. Hann telur þetta þó ekki vera svona einfalt og segir að allir gætu í raun framið svona ódæðisverk. Eftir að mennirnir höfðu drepið einn, þá gátu þeir í raun ekki farið til baka, því með því væru þeir að viðurkenna fyrir sjálfum sér að það sem þeir hefðu gert væri rangt. Sunnudaginn 8. september næstkomandi verður myndin sýnd óstytt og mun leikstjórinn svara spurningum áhorfenda með aðstoð Skype. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Heimildarmyndin The Act Of Killing í leikstjórn Joshua Oppenheimer verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Í myndinni sjást fyrrum foringjar dauðasveita í Indónesíu leika fjöldamorðin sem voru framin þar í landi árið 1965. Leikstjórinn fékk foringjana til þess að setja morðin á svið og máttu þeir ákveða með hvaða hætti það var gert. Meðal annars eru morðin sett fram í klassískum Hollywood glæpastíl og stórbrotnum söngleikjastíl. Fjöldamorðin í Indónesíu hafa haft mikil áhrif á samfélagið þar í landi. Um ein milljón meintra kommúnista voru drepnir. Morðingjunum hefur verið hampað og alið er á hræðslu almennings í garð yfirvalda. Hugmyndina að myndinni fékk Joshua þegar hann myndaði aðra mynd þar í landi um konur sem vinna lífshættuleg störf á plantekrum. Þær þora ekki að stofna mér sér verkalýðsfélög eða gera uppreisn með neinum hætti af ótta við að það sama hendi þær og formæður og forfeður þeirra sem létu lífið í fjöldamorðunum 1965. Blaðamaður ræddi við leikstjórann í gegnum Skype talaði við hann um gerð myndarinnar og upplifun hans á ástandinu í Indónesíu.Ef nasistarnir hefðu unnið „Ásamt því að taka viðtöl við foringja dauðasveitanna tók ég einnig viðtöl við þá sem lifðu af og aðstandendur þeirra sem dóu. Þetta fréttist að sjálfsögðu fljótt út og það kom mér á óvart að við lentum í handtökum vegna viðtalanna við fórnarlömbin og þau myndbönd voru gerð upptæk. Aftur á móti var það látið vera að ég tæki viðtöl við foringjana, þá sem frömdu morðin, segir Joshua um gerð myndarinnar. Hann líkir þessu við að vera kominn til Þýskalands 40 árum eftir helförina og átta sig á því að nasistarnir hefðu unnið. „Aðstandendur og fórnarlömb fjöldamorðanna í Indónesíu hafa verið neydd til að þegja um atburðina á meðan að foringjarnir eða morðingjarnir hafa stært sig af verkum sínum.“ Joshua segir að ekki sé hægt að hugsa þessi morð sem eitthvað sem gerðist langt í burtu fyrir langa löngu síðan. Morðingjarnir hafi í raun unnið og alla tíð síðan hafi verið byggt á miklum ótta hjá almenningi í Indónesíu. Það hafi þær afleiðingar að þau þori það ekki að gera uppreisn eða stofna með sér verkalýðsfélög. Þau óttast að það fari eins fyrir þeim og forfeðrum sínum árið 1965. „Fólk er neytt til að vinna störf sem eru hættuleg og margir láta lífið við störf sín til þess að útbúa vörur fyrir okkur í hinum vestræna heimi. Fólk hugsar ekki nógu mikið út í það, að líf þessa fólk séu hluti af verðinu sem eru greiddar fyrir þessar vörur,“ segir hann.Minnir á nýju fötin keisarans Joshua segir að myndin hafi slegið í gegn í Indónesíu og orðið til þess að breyta hugarfari þjóðarinnar. Það sé þó ekki eins og hinar slæmu afleiðingar hafi verið ekki verið þekktar, það sé frekar að myndin sé svolítið eins og barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum í sögunni um nýju fötin keisarans. Hún bendir fólki á það sem það vissi þegar en þorði ekki að ræða um. Myndin hefur ekki verið sýnd opinberlega, en samtök og skólar hafa pantað myndina. Joshua vildi óska þess að hann gæti farið til Indónesíu og upplifað breytingarnar en hann telur að honum sé ekki óhætt að fara til landsins. Hann yrði umsvifalaust settur í fangelsi ef ekki drepinn. „Það er mjög gaman að hafa unnið að einhverju sem skiptir máli og breytir einhverju eins og myndin hefur gert í Indónesíu,“ segir Joshua.Morðin sett upp í söngleikjastíl „Það kom mér á óvart að það var ekki erfitt að fá foringjana til þess að tala um morðin, þeir voru mjög fúsir að ræða þessa atburði, jafnvel fyrir framan eiginkonur sínar, börn og barnabörn. Þeir stungu svo sjálfviljugir upp á því að sýna mér staðina þar sem morðin fóru fram og buðust til að endurgera atvikin. Ég tók þá stefnu að leyfa þeim að velja í hvaða stíl atriðin væru sett upp og atriðin eru meðal annars í söngleikjastíl og hinum venjulega glæpastíl sem við þekkjum frá Hollywood,“ segir Joshua. „Það voru aðstandendur og fórnarlömb morðanna sem hvöttu mig til þess að gera þetta, fara og taka þessi viðtöl í þeirri von um að þau fengju loks að heyra um afdrif ástvina sinna.“Dansar cha-cha-cha og kyrkir fólk „Einn af morðingjunum sem ég myndaði hvað best tengsl við á meðan á upptökunum stóð var Anwar. Hann var á þessum tíma, árið 1965, meðlimur í gengi sem seldi kvikmyndir frá Bandaríkjunum á svörtum markaði. Hann var ósáttur við kommúnistana sem vildu banna þessar myndir. Hann og félagar hans voru hækkaði í tign ef svo má segja og gerðir að meðlimum í þessum dauðasveitum,“ segir Joshua. Anwar beitti aðferðum sem hann þekkti úr heimi kvikmyndina þegar hann drap fórnalömb sín en Anwar sjálfur er talinn hafa drepið um 1.000 manns. Eitt af áhrifaríkustu atriðum myndarinnar segir Joshua að sé þegar Anwar sést dansa cha-cha-cha og leika hvernig hann kyrkir fórnarlömbin með vírum. Þetta var fyrsta upptakan sem við tókum af honum. „Ég ákvað strax að fara þá leið að dæma hann ekki fyrir það sem hann gerði heldur að verða vinur hans. Við náðum vel saman og það var áhugavert að kynnast þessum manni. Hann hafði aldrei þurft að horfast í augu við það sem hann gerði heldur hafði honum stöðugt verið hampað fyrir ódæðisverkin,“ segir Joshua. „Þessir menn eru neyddir til þess að líta á það sem þeir gerðu hafi verið einhverskonar hetjudáð og þeir ljúga að sjálfum sér, en það er þeirra leið til að geta horft í augu við sjálfa sig án þess að líta í framan í sig í speglinum á morgnanna og sjá þar fjöldamorðingja.“ „Anwar sagði mér að þetta væri í raun mikill léttir fyrir hann, að horfast loks í augu við það sem hann hefur gert og fá loksins tækifæri til að tala um það,“ segir hann. Joshua telur að fólk vilji oft skipta fólki í tvo hópa, annars vegar gott fólk og flestir falli í þann flokk og hinsvegar vont fólk. Hann telur þetta þó ekki vera svona einfalt og segir að allir gætu í raun framið svona ódæðisverk. Eftir að mennirnir höfðu drepið einn, þá gátu þeir í raun ekki farið til baka, því með því væru þeir að viðurkenna fyrir sjálfum sér að það sem þeir hefðu gert væri rangt. Sunnudaginn 8. september næstkomandi verður myndin sýnd óstytt og mun leikstjórinn svara spurningum áhorfenda með aðstoð Skype.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira