Lífið

Ef þú elskar að hekla - þá er þetta eitthvað fyrir þig

Ellý Ármanns skrifar
Fullt var út úr húsi og mikil gleði þegar fólk kom saman til að fagna útgáfu Maríu heklbókar eftir Tinnu Þórudóttir Þorvaldar sem Salka gefur út en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Ingibjörg og Lilja Birgisdætur sáu um ljósmyndir og hönnun bókarinnar.





Um er að ræða stórglæsilega heklbók með 25 nýjum og spennandi uppskriftum eftir höfund metsölubókarinnar Þóra heklbók. 

Útgáfunni var fagnað undir glæsilegum hekluðum himni sem Tinna hafði sett upp í verslun Máls og Menningar og búið til úr tæplega 100 Kríu-sjölum sem heklarar víða af landinu hafa lánað henni. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Sjá meira um heklbókina hér.

Húsfyllir.
Tónlistarkonan Mr. Silla gladdi gesti með söng og strengjaslætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.