Fótbolti

Tóku Gunnar Heiðar af velli og fengu á sig tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/AFP
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Konyaspor töpuðu 1-2 á heimavelli á móti Kasimpasa í tyrknesku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa verið yfir í 74 mínútur í leiknum.

Gunnar Heiðar var í byrjunarliði Konyaspor eins og í hinum þremur leikjum tímabilsins en var tekinn af velli á 66. mínútu.

Konyaspor var þá 1-0 yfir eftir að Ali Camdali hafði skorað strax á fimmtu mínútu leiksins.

Kasimpasa náði að tryggja sér sigur í leiknum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli. Sanharib Malki jafnaði metin á 79. mínútu og Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Konyaspor vann fyrsta leikinn sinn á tímabilinu en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×