Lífið

Fær tvo milljarða fyrir Idol

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Jennifer Lopez þarf ekki að kvarta yfir nýjum launaseðli sínum.
Jennifer Lopez þarf ekki að kvarta yfir nýjum launaseðli sínum.
Jennifer Lopez snýr aftur í dómarasætið í bandaríska raunveruleikaþættinum American Idol. Samkvæmt vefsíðunni DailyMail hefur söngkonan fengið dágóða launahækkun. Fyrir þáttaröðina fær hún litlar 17,5 milljónir bandaríkjadali, sem svarar til 2,1 milljörðum íslenskra króna.

"Það var búið að ræða laun hennar fram og til baka en nú er búið að semja. Jennifer fær 17,5 milljónir dala fyrir að snúa aftur í dómarasætið," sagði heimildarmaður við DailyMail.

J-Lo fékk greidda 12 milljónir bandaríkjadali fyrir fyrstu þáttaröð sína í dómarasætinu árið 2011. Ári síðar fékk hún dágóða launahækkun en þá voru henni greiddar 15 milljónir bandaríkjadala fyrir vinnu sína.

Þegar henni var svo neitað um launahækkun í fyrra sagði hún skilið við þáttinn. Hið sama gerði kolleggi hennar Steven Tyler úr Aerosmith og í þeirra stað komu Mariah Carey, Nicki Minaj og Keith Urban.

Urban verður áfram dómari við hlið Jennifer en leitin að þriðja dómaranum stendur enn yfir.

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.