Lífið

Stefan Grossman til Íslands

Hinn víðfrægi blús og ragtime gítarleikari, Bandaríkjamaðurinn Stefan Grossman kemur til Íslands til að halda námskeið um helgina og verður síðan með tónleika á Café Rosenberg mánudaginn 2. september.
Hinn víðfrægi blús og ragtime gítarleikari, Bandaríkjamaðurinn Stefan Grossman kemur til Íslands til að halda námskeið um helgina og verður síðan með tónleika á Café Rosenberg mánudaginn 2. september.
Hinn víðfrægi blús og ragtime gítarleikari, Bandaríkjamaðurinn Stefan Grossman kemur til Íslands til að halda námskeið um helgina og verður síðan með tónleika á Café Rosenberg mánudaginn 2. september. Stefan sem er 68 ára lærði blúsgítarleik af gömlu meisturunum og varð fyrir miklum áhrifum af þeirri gerjun þjóðlagatónlistar sem átti sér stað í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta er fyrsta heimsókn Stefan Grossman til Íslands en hann hefur verið iðinn við að kynna og kenna lífræna frumblúsinn eins og hann hljómaði fyrir tíma rokksins, þ.e. áður en bassinn og tromman settu þessa tilfinningaríku tónlist í box. Blúsáhugamenn og allir áhugamenn um gítarplokk ættu ekki að láta þetta einstaka tækifæri renna sér úr greipum og mæta á Café Rosenberg mánudaginn 2. september kl. 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.