Innlent

Bleikur pardus í haldi frönsku lögreglunnar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hinn grunaði skartgripaþjófur hefur ekki verið nefndur á nafn en er sagður vera frá Svartfjallandi.
Hinn grunaði skartgripaþjófur hefur ekki verið nefndur á nafn en er sagður vera frá Svartfjallandi. Mynd/AFP.
Maður sem grunaður er um að tilheyra hópi skartgripaþjófa sem ganga undir nafninu Bleiku pardusarnir hefur verið handtekinn í Suður-Frakklandi. Franska lögreglan handtók hann eftir árangurslausa flóttatilraun hans út um glugga á heimili mannsins í Montpellíer.

Hinn grunaði skartgripaþjófur hefur ekki verið nefndur á nafn en er sagður vera á fimmtugsaldri og upprunalega frá Svartfjallalandi. Talið er að hann hafi fyrr á þessu ári sloppið úr svissnesku fangelsi.

Nafnið Bleiku Pardusarnir hefur verið notað yfir hóp bíræfinna skartgripaþjófa sem flestir rekja uppruna sinn til Balkanskaga. Liðsmenn hópsins eru grunaðir um að hafa á tíu ára tímabili stolið verðmætum gimsteinum að virði 40 milljarða íslenskra króna.  

Frá þessu er greint á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×