Sjúsk og subbuskapur segir Össur Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2013 15:32 Gunnar Bragi Sveinsson tók við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr höndum Össurar Skarphéðinssonar í maí. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira