Innlent

Bandaríska sendiráðið varar við Manning-mótmælum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Talið er að mótmælin verði haldin við bandaríska sendiráðið að Laufásveg í Reykjavík í dag kl 17.
Talið er að mótmælin verði haldin við bandaríska sendiráðið að Laufásveg í Reykjavík í dag kl 17. Fréttablaðið/Anton
Bandarískir ríkisborgarar búsettir hér á landi fengu sent bréf frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi þar sem þeir eru varaðir við mótmælum sem halda á við sendiráðið að Laufásvegi í Reykjavík í dag klukkan 17.

Í bréfinu er greint frá því að mótmæla eigi 35 ára löngum fangelsisdómi sem Bradley Manning hlaut í gær fyrir að leka trúnaðarupplýsingum bandaríska hersins til Wikileaks.  

DV greinir frá þessu og birtir mynd af umræddu bréfi.

Vert er að taka fram að Bradley Manning hefur ákveðið að breyta nafni sínu í Chelsea Manning, eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×