Íslenski boltinn

Ómar Jóhannsson: Ég hef aldrei spilað í svona vondu veðri

Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar
Ómar Jóhannsson.
Ómar Jóhannsson.
„Aðstæður voru vægast sagt erfiðar, ég held að ég hafi aldrei spilað í svona vondu veðri,“ sagði Ómar Jóhannsson markmaður Keflavíkur sem að átti góðan leik í marki Keflvíkinga þegar þeir sóttu Eyjamenn heim í miklum rokleik í dag.

„Í rauninni kom í ljós að í fyrri hálfleik þá fýkur boltinn bara frá okkur, Eyjamenn áttu líka erfitt að hemja boltann og í rauninni er eina opna færið þeirra þetta mark,“ sagði Ómar sem að var nokkuð sáttur með stigið í dag en hefði þó viljað öll þrjú miðað við það hvernig leikurinn spilaðist.

„Þetta er auðvitað svekkjandi, því að við vorum komnir svona langt inn í leikinn, en eitt stig er ánægjulegt og við sættum okkur við það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×