Ólafur Darri: "Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Sunna Valdís, sjö ára og Ólafur Darri eru miklir vinir og hleypur hann fyrir Sunnu í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“ Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið fer fram í þrítugasta sinn á morgun og hátt í tólf þúsund manns hafa skráð sig. Áheitasöfnun hlaupsins, á hlaupastyrkur.is, gengur vonum framar og hafa safnast yfir 50 milljónir til góðgerðarmála, sem er met. Á toppnum trónir listamaðurinn Ólafur Darri Ólafsson, sem nálgast eina milljón króna. Hann ætlar tíu kílómetra og heitir á AHC samtökin fyrir vinkonu sína Sunnu Valdísi. Hún er eini Íslendingurinn með AHC sjúkdóminn sem veldur meðal annars lömunarköstum og er Sunna sjö ára en með þroska á við þriggja ára barn. Sunna tók ástfóstri við Ólaf og bjó til glæsileg klippimyndaplaköt af honum. „Þannig að ég hringdi svo í Darra og spurði hvort hann væri tilbúinn að koma og hitta litlu dóttur mína sem væri eltihrellir. Hún vildi endilega fá hann í kaffi, en hún væri bara svona krúttlegur eltihrellir,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu Valdísar, hlæjandi. Mikil vinátta tókst og ákvað Ólafur að safna peningum til rannsókna á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Hann hlakkar mikið til hlaupsins og kveðst þakklátur fyrir góð viðbrögð við söfnuninni. „Maður getur auðvitað aldrei ætlast til að fólk sé svona örlátt og gjafmilt en á sama tíma hafði ég alveg trú á því að við gætum náð þessu,“ segir Ólafur. Hann setti markið á að safna milljón en setur sér ekki tímatakmörk í hlaupinu. „Ég hef sex tíma til að komast í mark, ég er að pæla í að hafa þá fimm,“ segir hann og hlær. „Nei annars, ég ætla bara að njóta þess að gera þetta, fyrst og fremst.“ Sunna getur ekki farið með í bæinn á morgun vegna álags og margmennis en Sigurður segir stemmninguna í kringum hlaupið einstaka. „Fyrir okkur er þetta skemmtilegasti dagur ársins. Engin spurning,“ segir hann og Ólafur bætir við: „Kannski er þetta dagurinn sem við virkilega gefum af okkur, en við megum ekki gleyma að gefa af okkur hina 364 daga ársins.“
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira