Fótbolti

Sparkaði í andlit dómarans | Myndband

Það vantaði ekki fjörið í leik Coronel Romero og Porvenir FC í Paragvæ á dögunum. Þá varð gjörsamlega allt vitlaust undir lok leiksins.

Dómari leiksins rekur þá þrjá leikmenn Porvenir af velli með rautt spjald á mettíma.

Einn félagi þeirra sturlast í kjölfarið og gerir sér lítið fyrir og sparkar í andlitið á dómaranum.

Lögreglan var að lokum kölluð til. Leikurinn var flautaður af og Coronel dæmdur 2-0 sigur.

Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×