Fótbolti

"Sýndu íslenskt attitude"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin sem Rúrik birti á Instagram-síðu sinni.
Myndin sem Rúrik birti á Instagram-síðu sinni. Mynd/Instagram
Rúrik Gíslason fékk skýr skilaboð frá þjálfara danska félagsins FC Kaupmannahöfn eftir að hann handarbrotnaði í 1-1 jafntefli gegn Vestsjælland í gær.

Rúrik segir í samtali við Fótbolta.net að brotið hafi verið á sér með þeim afleiðingum að hann féll og meiddi sig á hendinni.

„Það er betra að þetta sé höndin en ekki fóturinn," segir kantmaðurinn í Kaupmannahöfn.

Rúrik ætti því að vera klár í slaginn þegar Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 í Bern þann 6. september.

„Ég verð ekkert frá. Ég fæ engan valkost. Þjálfarinn sagði: drullastu til að láta gera spelku og sýndu að þú sért með íslenskt attitude."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×