Íslenski boltinn

Gaui Þórðar saknar gömlu gildanna á Skaganum

Skagamenn sitja á botni Pepsi-deildar karla og blasir ekkert annað en fall við liðinu. Guðjón Þórðarson, fyrrverandi þjálfari liðsins, segir gömlu og góðu gildin hafa gleymst á Skaganum.

Skagamenn töpuðu 1-0 gegn Stjörnunni í 17. umferð Pepsi-deildar karla á mánudagskvöldið. Liðið hefur átta stig í botnsætinu og í slæmum málum.

„Stundum er það þannig að menn verða að leggja meira á sig en um er beðið, óumbeðið í raun og veru. Menn þurfa að vera óeigingjarnir og fórnfúsir. Það hefur vantað upp á þetta,“ sagði Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Guðjón telur Skagann ekki hafa fjárhagslega burði til að keppa við félög eins og KR. Framtíðin gæti samt verið björt ef.

„Það eru til ungir strákar sem stunda boltann af krafti og aðstaðan er feiknalega fín. Það er hægt að búa til lið en þá þurfa menn að fara aftur til fortíðar og gera sér grein fyrir því hvað það var sem gerði Skagann sterkan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×