Íslenski boltinn

Henti Óla Þórðar út í skurð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
„Ég sagði honum að ef hann reyndi þetta aftur þá fengi hann að finna fyrir því," segir knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson.

Guðjón var í spjalli í Reitaboltanum á vefsíðunni 433.is í dag. Þar rifjaði Guðjón um gamla tíma og minntist þess þegar ungur Ólafur Þórðarson, sem í dag þjálfar Víking í 1. deild, var ákafur á æfingum Skagamanna.

Eitt sinn voru Skagamenn á æfingu og voru að æfa framhjá hlaup. Kom það í hlut Ólafs, sem lék lengst af á miðju eða kanti, að elta Guðjón sem var grjótharður varnarmaður.

„Óla þótti erfitt að elta kallinn," segir Guðjón. Hann segir Ólaf því hafa stigið í veg fyrir sig sem þjálfarinn reyndi virðist hafa haft lítinn húmor fyrir.

„Ég sagði honum að ef hann reyndi þetta aftur þá fengi hann að finna fyrir því," rifjar Guðjón upp að hafa sagt við Ólaf sem leit sér ekki segjast.

„Það var drenskurður við hliðina á æfingasvæðinu," segir Guðjón og bætir við að hann hafi verið fullur af slími og drullu.

„Ég lét hann fjúka í skurðinn. Ég gleymi aldrei svipnum á Óla þegar hann féll," segir Guðjón. Hann bætir við að menn hafi verið fljótir að hrista ágreininginn af sér og málið hafi haft farsælan endi.

Guðjón spilaði einn landsleik á ferlinum þegar Ísland mætti Færeyjum á Akranesi.

„Þeir (innsk: landsleikirnir) áttu að vera fleiri en það er eins og þar var. Ég held ég hafi ekki verið í uppáhaldi hjá þeim sem réðu í Laugardalnum," segir Guðjón. Hann var aldrei þessu vant settur í stöðu vinstri bakvarðar en spilaði allajafna hægra megin í vörninni.

„Ég kunni Guðna Kjartanssyni (landsliðsþjálfara) litlar þakkir fyrir það. Ég held að þetta hafi verið greiði að gefa mér einn landsleik áður en yfir lauk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×