Innlent

Fimm látnir eftir eldgos í Indónesíu

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Fimm eru látnir eftir eldgos á eyjunni Palue.
Fimm eru látnir eftir eldgos á eyjunni Palue.
Yfirvöld í Indónesíu segja að fimm séu látnir eftir að eldfjallið Mount Rokatenda gaus í morgun. Fjallið er staðsett á eyjunni Palue en hún er um 2000 kílómetra frá höfuðborginni Jakarta.

Heit aska þyrlaðist hundruði metra upp í loftið með þeim afleiðingum að þrír fullorðnir og tvö börn létust.

Ólgur höfðu verið í eldfjallinu frá því seint á síðasta ári og þurftu hundruðir að flýja heimili sín. Eldfjallafræðingur á svæðinu segir að ekki sé vitað hvað hinir látnu voru að gera á þessum slóðum en öll umferð um svæðið var stranglega bönnuð.

Það er BBC sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×