Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍA 1-0 | Sjálfsmark skildi liðin að Ari Erlingsson á Laugardalsvelli skrifar 11. ágúst 2013 00:01 Fram sigraði ÍA með einu marki gegn engu í leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Sjálfsmark Skagamanna skömmu fyrir leikhlé skildi liðin að í bragðdaufum knattspyrnuleik. Leikmenn liðanna buðu ekki upp á neina glansknattspyrnu fyrstu 45 mínútur leiksins. Leikur beggja liða var ákaflega bragðdaufur framan af og lítið um marktækifæri. Helstu færi liðanna komu úr vonlitlum langskotum og fór Garcia annar tveggja Spánverja í liði þeirra gulklæddu þar fremstur í flokki. Hann var óhræddur við að skjóta að marki en hafði ekki árangur sem erfiði. Almarr og Haukur Baldvinsson áttu báðir ágætis marktilraunir fyrir Framara sem sleiktu markstangir Skagamanna. Eftir 39 mínútna leik kom eina mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson fékk þá boltann á hægri kanti og fékk að leika óáreittur upp að vítateigshorninu þar sem hann sendi boltann inn í teig, fyrirgjöfin hafði viðkomu af Sörensen og þaðan fór boltinn í netið. Slysalegt sjálfsmark hjá þeim danska. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri. Lítið um opin færi og oft virtist sem það vantaði einhverja sköpunargáfu á síðasta þriðjung vallarins. Framarar voru þó líklegri til að bæta við frekar en Skagamenn að jafna. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þó ágætis færi á 81 mínútu þegar hann negldi boltanum rétt yfir eftir góðan sprett frá Garcia upp vinstri kantinn. Aron Bjarnason fékk besta færi Framara á lokamínutum leiksins þegar hann smellti boltanum í þverslána eftir skemmtileg tilþrif á vinstri kantinum. Sigur Framara var líklega sanngjarn þegar á heildina er litið þó hefði engin kvartað ef leikurinn hefði endað með markalausu jafntefli. Framarar hinsvegar gerðu nót til þess að vinna. Vörn þeirra var mikið mun þéttari en hún hefur verið í undanförnum leikjum þó ýmislegt hafi vantað upp á sóknarleikinn. Hólmbert fékk ekki mikla hjálp einn upp á toppnum og virtist á löngum köflum týndur. Helst ber að hrósa Samuel Hewson á miðjunni sem sem virtist vera manna ákafastur í að reyna að skora auk þess sem allt spil liðsins gekk í gegnum hann. Varnaleikur Skagamanna leit betur út í kvöld heldur en hann gerði í afhroðinu sem liðið fékk gegn Val í síðasta leik. Það var hinsvegar sóknarleikurinn sem brást þeim í kvöld. Alla sköpunargáfu vantaði framarlega á vellinum og miðverðir Framara vörðust vel löngu boltunum fram á Ármann og Garðar. Garcia á miðjunni var mikið í boltanum og var viljugur þegar kom að sóknarleiknum en það vantaði fleiri sóknarþenkjandi Skagamenn í kvöld. Skagamenn sitja nú einir eftir á botninum með 7 stig og útlitið alls ekki bjart. Framarar hinsvegar eru komnir í ágæt mál með 18 stig í sjöunda sæti.Ríkharður Daðason: Ánægður með að halda hreinu í fyrsta skipti í sumar Ríkharður Daðason þjálfari Framara var ákáflega sáttur með framlag sinna manna í kvöld. Ríkharður var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna og hreint mark var eitt af markmiðunum fyrir leikinn „Það var mikilvægt fyrir okkur að tapa ekki í dag ég er mjög ánægður með að halda hreinu og er þetta í fyrsta skipti í sumar sem okkur tekst það. Við lögðum mikla áherslu á það fyrir leikinn og í raun lofuðum við okkur sjálfum því fyrir leikinn að ef við skyldum ná að halda markinu hreinu myndu 3 stig skila sér í hús," sagði Ríkharður. „Við vorum farnir að færast óþægilega nærri botninum og með því að fá 3 stig í kvöld verður framhaldið þægilegra.Það er líkamlega erfitt að spila vði Skagaliðið, þeir sparka langt og ýta vel frá sér. Við vorum bara tilbúnir í svoleiðis leik og unnum þessar baráttu í kvöld."Þorvaldur Örlygsson: Úrslitin ekki góð en spilamennskan góð Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna var súr með niðurstöðu leiksins en spilamennskan þótti honum góð. „Úrslitin ekki góð en leikurinn virkilega góður. Við héldum skipulagi vel og spiluðum boltanum vel á milli manna. Undanfarnar vikur hefur það verið okkar keppikefli að halda boltanum betur innan liðsins og það tókst í dag. Við fáum þetta sjálfsmark á okkur og það var ekki einu sinni færi, bara mjög slysalegt mark." Aðspurður um það hvernig honum hafi liðið með það að koma á gamla heimavöllinn sinn. „Vissulega var það sérstök tilfinning að koma hingað aftur. Ég þekki leikmennina í Fram liðinu og auðvitað bara gaman að koma í Laugardalinn". Staða liðsins er erfið á botni deildarinnar en Þorvaldur sér ekkert annað í stöðunni en berjast áfram. „Við verðum bara að halda áfram og berjast fyrir lífi okkar í þessari deild." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Fram sigraði ÍA með einu marki gegn engu í leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Sjálfsmark Skagamanna skömmu fyrir leikhlé skildi liðin að í bragðdaufum knattspyrnuleik. Leikmenn liðanna buðu ekki upp á neina glansknattspyrnu fyrstu 45 mínútur leiksins. Leikur beggja liða var ákaflega bragðdaufur framan af og lítið um marktækifæri. Helstu færi liðanna komu úr vonlitlum langskotum og fór Garcia annar tveggja Spánverja í liði þeirra gulklæddu þar fremstur í flokki. Hann var óhræddur við að skjóta að marki en hafði ekki árangur sem erfiði. Almarr og Haukur Baldvinsson áttu báðir ágætis marktilraunir fyrir Framara sem sleiktu markstangir Skagamanna. Eftir 39 mínútna leik kom eina mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson fékk þá boltann á hægri kanti og fékk að leika óáreittur upp að vítateigshorninu þar sem hann sendi boltann inn í teig, fyrirgjöfin hafði viðkomu af Sörensen og þaðan fór boltinn í netið. Slysalegt sjálfsmark hjá þeim danska. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri. Lítið um opin færi og oft virtist sem það vantaði einhverja sköpunargáfu á síðasta þriðjung vallarins. Framarar voru þó líklegri til að bæta við frekar en Skagamenn að jafna. Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þó ágætis færi á 81 mínútu þegar hann negldi boltanum rétt yfir eftir góðan sprett frá Garcia upp vinstri kantinn. Aron Bjarnason fékk besta færi Framara á lokamínutum leiksins þegar hann smellti boltanum í þverslána eftir skemmtileg tilþrif á vinstri kantinum. Sigur Framara var líklega sanngjarn þegar á heildina er litið þó hefði engin kvartað ef leikurinn hefði endað með markalausu jafntefli. Framarar hinsvegar gerðu nót til þess að vinna. Vörn þeirra var mikið mun þéttari en hún hefur verið í undanförnum leikjum þó ýmislegt hafi vantað upp á sóknarleikinn. Hólmbert fékk ekki mikla hjálp einn upp á toppnum og virtist á löngum köflum týndur. Helst ber að hrósa Samuel Hewson á miðjunni sem sem virtist vera manna ákafastur í að reyna að skora auk þess sem allt spil liðsins gekk í gegnum hann. Varnaleikur Skagamanna leit betur út í kvöld heldur en hann gerði í afhroðinu sem liðið fékk gegn Val í síðasta leik. Það var hinsvegar sóknarleikurinn sem brást þeim í kvöld. Alla sköpunargáfu vantaði framarlega á vellinum og miðverðir Framara vörðust vel löngu boltunum fram á Ármann og Garðar. Garcia á miðjunni var mikið í boltanum og var viljugur þegar kom að sóknarleiknum en það vantaði fleiri sóknarþenkjandi Skagamenn í kvöld. Skagamenn sitja nú einir eftir á botninum með 7 stig og útlitið alls ekki bjart. Framarar hinsvegar eru komnir í ágæt mál með 18 stig í sjöunda sæti.Ríkharður Daðason: Ánægður með að halda hreinu í fyrsta skipti í sumar Ríkharður Daðason þjálfari Framara var ákáflega sáttur með framlag sinna manna í kvöld. Ríkharður var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna og hreint mark var eitt af markmiðunum fyrir leikinn „Það var mikilvægt fyrir okkur að tapa ekki í dag ég er mjög ánægður með að halda hreinu og er þetta í fyrsta skipti í sumar sem okkur tekst það. Við lögðum mikla áherslu á það fyrir leikinn og í raun lofuðum við okkur sjálfum því fyrir leikinn að ef við skyldum ná að halda markinu hreinu myndu 3 stig skila sér í hús," sagði Ríkharður. „Við vorum farnir að færast óþægilega nærri botninum og með því að fá 3 stig í kvöld verður framhaldið þægilegra.Það er líkamlega erfitt að spila vði Skagaliðið, þeir sparka langt og ýta vel frá sér. Við vorum bara tilbúnir í svoleiðis leik og unnum þessar baráttu í kvöld."Þorvaldur Örlygsson: Úrslitin ekki góð en spilamennskan góð Þorvaldur Örlygsson þjálfari Skagamanna var súr með niðurstöðu leiksins en spilamennskan þótti honum góð. „Úrslitin ekki góð en leikurinn virkilega góður. Við héldum skipulagi vel og spiluðum boltanum vel á milli manna. Undanfarnar vikur hefur það verið okkar keppikefli að halda boltanum betur innan liðsins og það tókst í dag. Við fáum þetta sjálfsmark á okkur og það var ekki einu sinni færi, bara mjög slysalegt mark." Aðspurður um það hvernig honum hafi liðið með það að koma á gamla heimavöllinn sinn. „Vissulega var það sérstök tilfinning að koma hingað aftur. Ég þekki leikmennina í Fram liðinu og auðvitað bara gaman að koma í Laugardalinn". Staða liðsins er erfið á botni deildarinnar en Þorvaldur sér ekkert annað í stöðunni en berjast áfram. „Við verðum bara að halda áfram og berjast fyrir lífi okkar í þessari deild."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti