Innlent

Gjörónýtur bíll í Glerá

Gissur Sigurðsson skrifar
Báðir voru mennirnir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þeir dvöldu í nótt.
Báðir voru mennirnir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þeir dvöldu í nótt.
Tveir ungir menn voru hætt komnir þegar bíll þeirra tókst á loft við brúarsporðinn yfir Glerá á Akureyri laust fyrir miðnætti, og fór síðan í loftköstum uns hann staðnæmdist ofan í ánni.

Það varð mönnunum ef til vill til lífs, að mati lögreglu, að bíllinn hafnaði á hjólunum. Annar mannanna komst út úr bílflakinu, en lögreglumenn og slökkviliðsmenn óðu út í ánna og þurfti að beita klippum til að ná hínum úr flakinu.

Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þeir dvöldu í nótt. Tildrög voru þau að þegar bílnum var ekið suður Hörgárbraut, missti ökumaður stjórnina og bíllinn fór útaf. Ökumaður reyndi að ná honum aftur upp á götuna og var að takast það við brúarsproðinn, en þar lenti bíllinn á aflíðandi vegriði og tókst á loft, með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er gjörónýtur og hífði kranabíll hann upp úr ánni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×