Innlent

Stúlkur á vespu keyrðu á steinsúlu

Gissur Sigurðsson skrifar
Stúlkan, sem var farþegi, hlaut skurð á vör og skrámur víðsvegar um líkamann en hin slapp ómeidd.
Stúlkan, sem var farþegi, hlaut skurð á vör og skrámur víðsvegar um líkamann en hin slapp ómeidd.
Ökuferð tveggja stúlkna, sem voru að tvímenna á rafmagnsvespu í Grafarvogi í gærkvöldi, endaði með því, að sú sem stjórnaði vespunni, missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að vespan og stúlkurnar höfnuðu á steinsúlu.

Stúlkan, sem var farþegi, hlaut skurð á vör og skrámur víðsvegar um líkamann og var flutt með sjúkarabíl á slysadeild, en hin slapp ómeidd. Foreldrar beggja voru kallaðir til vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×