Íslenski boltinn

Hefur aldrei stýrt Blikum til sigurs í Krikanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Ernir
FH og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og því lengdist enn bið Ólafs Kristjánssonar eftir að vinna sem þjálfari á Kaplakrikavelli.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, spilaði stóran hluta ferils síns í FH þar sem hann var meðal annars fyrirliði liðsins í fimm ár (1991-1995) og er einn leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.

Blikar hafa aðeins fengið þrjú stig í átta deildarleikjum sínum í Krikanum undir stjórn Ólafs en FH-ingar hafa verið með mjög sterkt lið öll þessi ár.

Jafnteflið í gær var þó mun betri en töpin tvö ár á undan og Blikar urðu einmitt Íslandsmeistarar síðast þegar þeir náðu í stig í Krikanum.

Það er samt ekki nóg með að Ólafur hafi ekki unnið með Blikana í Kaplakrika þá tapaði Framliðið líka báðum sínum leikjum undir hans stjórn sumrin 2004 og 2005.

Ólafur er því búinn að stýra sínum liðum í tíu deildarleikjum á móti FH í Kaplakrika án þess að ná að fagna sigri.



Ólafur Kristjánsson með Blika í Kaplakrikanum 2006-2013

2006 1-1 jafntefli

2007 1-2 tap

2008 0-3 tap

2009 1-2 tap

2010 1-1 jafntefli

2011 1-4 tap

2012 0-3 tap

2013 0-0 jafntefli

3 stig í 8 leikjum

(0 sigur, 3 jafntefli, 5 töp)

Markatala: -11 (5-16)



Ólafur Kristjánsson með Fram í Kaplakrikanum 2004-2005

2004 1-4 tap

2005 1-3 tap

0 stig í 2 leikjum

(0 sigur, 0 jafntefli, 2 töp)

Markatala: -5 (2-7)



Ólafur Kristjánsson sem þjálfari í efstu deild í Kaplakrika

3 stig í 10 leikjum

(0 sigur, 3 jafntefli, 7 töp)

Markatala: -16 (7-23)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×