Íslenski boltinn

Á eftir sigri kemur tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti enn á ný í gær að sætta sig við að tapa næsta leik á eftir sigurleik. Keflvíkingar steinlágu þá 0-3 á móti Fylki í Árbænum.

Lið Kristjáns (Keflavík í ár og Valur í fyrra) hafa nú tapað ellefu sinnum í röð í næsta leik á eftir sigurleik. Valsmenn töpuðu næsta leik á eftir níu síðustu sigra sína í fyrra og það hefur einnig gerst eftir tvo sigurleiki Keflavíkurliðsins síðan að Kristján tók við liðinu.

Kristján stýrði liði síðast til sigurs í tveimur leikjum í röð í efstu deild í tveimur fyrstu umferðunum í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Valsmenn unnu þá Fram (1-0) og Selfoss (3-1) í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan fyrir Blikum í leik þrjú.

Næstu deildarleikir liða Kristjáns Guðmundssonar eftir sigurleiki

Keflavíkí Pepsi-deild 2013

0-3 tap á útivelli á móti Fylki

1-3 tap á heimavelli á móti Þór

Valur í Pepsi-deild 2012

1-2 tap á útiveli á móti FH

0-3 tap á heimavelli á móti ÍBV

0-2 tap á heimavelli á móti Stjörnunni

1-2 tap á heimavelli á móti Fylki

3-4 tap á heimavelli á móti Breiðabliki

0-2 tap á heimavelli á móti Fram

0-2 tap á útivelli á móti ÍBV

2-3 tap á útivelli á móti Stjörnunni

0-1 tap á útivelli á móti Breiðabliki

- Lið hans unnu síðast tvo deildarleiki í röð í byrjun maí 2012

- 11 töp í röð

- Markatalan er: -19 (8-27)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×