Íslenski boltinn

Kolbeinn Kárason til Flekkeroy | Farinn frá Val

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn í leik með Val.
Kolbeinn í leik með Val. Mynd / Ernir
Kolbeinn Kárason, leikmaður Vals, er genginn til liðs við norska liðið Flekkeroy sem leikur í norsku 2. deildinni.

Hann mun því ekki leika meira með Val á tímabilinu en leikmaðurinn var ekki í hóp gegn Stjörnunni í gær þegar Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar karla.

Kolbeinn verður því á láni út leiktíðina í Noregi en Flekkeroy er í næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig. Jóhannes Þór Harðarson þjálfar liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×