Sérfræðingahópar um skuldavanda heimilanna hafa ekki hafið störf Hjörtur Hjartarson skrifar 12. ágúst 2013 20:00 Tveir mánuður eru síðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi og samþykkt af meirihluta. Viðamesta verkefnið á þeim lista er tvímælalaust að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána og átti að skipa hóp sérfræðinga til þess. Hann hefur þó ekki verið settur saman þó rétt um 10 vikur sé í að hann eigi að skila af sér tillögum til lausnar vandans. Samþykkt var á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar í maí að skipa sérstaka ráðherranefnd um úrlausnir á skuldavanda heimilanna. Í nefndinni eiga sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Skömmu síðar var síðan lögð fram Aðgerðaráætlun í tíu liðum til að taka á skuldavanda heimilanna. Ráðuneytin skiptu með sér verkum í þessari áætlun. Tvær fyrstu tillögurnar í aðgerðaráætluninni og óumdeilanlega þær viðamestu eru á ábyrgð forsætisráðuneytisins. Þar segir í fyrsta lagi að setja eigi á fót sérfræðingahóp sem útfæra eigi mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána. Tillögur eiga að liggja fyrir í nóvember. Í öðru lagi á hópur sérfræðinga að gera tillögur að því hvenær og hvernig sé hægt að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Hvorugur þessara hópa hefur hafið störf. Reyndar er ekki enn búið að skipa þá sem sitja í þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins áhyggjur af því að sérfræðingahóparnir hafi ekki enn hafið störf. Verkefnið sé ærið og mikilvægt sé að almenn sátt ríki um tillögur hópsins enda málið afar stórt í sniðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra er staddur í Noregi og átti ekki kost á að veita fréttastofu viðtal. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar sagði í samtali við fréttastofu að væntanlega munu starfshóparnir hefja störf innan tíðar og að undirbúningur við þá sé á síðustu metrunum. Sú vinna sem snýr að öðrum ráðuneytum í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar er hafin og sérfræðingahópar skipaðir þar sem við á. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytum félagsmála og fjármála er vinna þar á áætlun. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Tveir mánuður eru síðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi og samþykkt af meirihluta. Viðamesta verkefnið á þeim lista er tvímælalaust að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána og átti að skipa hóp sérfræðinga til þess. Hann hefur þó ekki verið settur saman þó rétt um 10 vikur sé í að hann eigi að skila af sér tillögum til lausnar vandans. Samþykkt var á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar í maí að skipa sérstaka ráðherranefnd um úrlausnir á skuldavanda heimilanna. Í nefndinni eiga sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Skömmu síðar var síðan lögð fram Aðgerðaráætlun í tíu liðum til að taka á skuldavanda heimilanna. Ráðuneytin skiptu með sér verkum í þessari áætlun. Tvær fyrstu tillögurnar í aðgerðaráætluninni og óumdeilanlega þær viðamestu eru á ábyrgð forsætisráðuneytisins. Þar segir í fyrsta lagi að setja eigi á fót sérfræðingahóp sem útfæra eigi mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggða húsnæðislána. Tillögur eiga að liggja fyrir í nóvember. Í öðru lagi á hópur sérfræðinga að gera tillögur að því hvenær og hvernig sé hægt að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Hvorugur þessara hópa hefur hafið störf. Reyndar er ekki enn búið að skipa þá sem sitja í þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins áhyggjur af því að sérfræðingahóparnir hafi ekki enn hafið störf. Verkefnið sé ærið og mikilvægt sé að almenn sátt ríki um tillögur hópsins enda málið afar stórt í sniðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra er staddur í Noregi og átti ekki kost á að veita fréttastofu viðtal. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar sagði í samtali við fréttastofu að væntanlega munu starfshóparnir hefja störf innan tíðar og að undirbúningur við þá sé á síðustu metrunum. Sú vinna sem snýr að öðrum ráðuneytum í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar er hafin og sérfræðingahópar skipaðir þar sem við á. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytum félagsmála og fjármála er vinna þar á áætlun.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira