Innlent

Umferðaróhöpp í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Engin slasaðist alvarlega í þremur bílslysum, sem urðu í gærkvöldi og í nótt.
Engin slasaðist alvarlega í þremur bílslysum, sem urðu í gærkvöldi og í nótt.
Engin slasaðist alvarlega í þremur bílslysum, sem urðu í gærkvöldi og í nótt.

Tveir erlendir ferðamenn sluppu lítið meiddir þegar bíll þeirra valt út af malarvegi á Dynjandisheiði, skammt frá Patreksfirði í gærkvöldi. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Þá varð umferðaróhapp á Holtavörðuheiði, en fréttastofu er ekki nánar kunnugt um það nema hvað engin slasaðist þar alvarlega.

Og svo valt bíll á Öxnadalsheiði á öðrum tímanum í nótt. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og reyndist ekki alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×