Áhyggjur af heitu vatni og sólarljósi ástæðulausar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 13:16 Hilmar hefur engar áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana. samsett mynd Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“ Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira