Vigdís vill endurskoða fjárframlög til RÚV Jakob Bjarnar skrifar 14. ágúst 2013 08:25 Vigdís Hauksdóttir vill endurskoða aðkomu ríkissjóðs að RÚV. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira