Innlent

Fékk 19 milljónir með mjólkurpottinum

Maðurinn er tæpum nítján milljónum ríkari eftir búðarferðina örlagaríku.
Maðurinn er tæpum nítján milljónum ríkari eftir búðarferðina örlagaríku.
Fjölskyldumaður á miðjum aldri vann 18,8 milljónir í Víkingalottóinu í síðustu viku. Maðurinn skaust út í búð til að kaupa mjólk en greip einn Víkingalottómiða í leiðinni á N1-stöðinni í Stjórahjalla.

Það var ekki fyrr en viku seinna sem hann rak augun í frétt þar sem lýst var eftir bónungsvinningshafa sem hafði keypt miða á bensínstöðinni.

Maðurinn fór beint heim til að skoða miðann en þurfti á hjálp konu sinnar að halda þar sem hann trúði ekki sínum eigin augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×