Fótbolti

Emil með þrennu í frábærum sigri

Emil Atlason skorar í dag.
Emil Atlason skorar í dag. mynd/daníel
Emil Atlason fór á kostum með íslenska U-21 árs liðinu í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 4-1, á Hvít-Rússum í undankeppni EM.

Emil er þar með búinn að skora sex mörk í fyrstu þremur leikjum íslenska liðsins. Allir leikirnir hafa unnist og er Ísland í efsta sæti riðilsins.

Jón Daði Böðvarsson skoraði einnig mark og lagði upp eitt. Hörður Björgvin Magnússon lagði upp þrjú mörk.

Næsti leikur strákanna er gegn Kasakstan þann 10. september næstkomandi. Leikurinn verður spilaður á Kópavogsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×