Innlent

Sumarbústaður brennur til kaldra kola

Gissur Sigurðsson skrifar
Sumarbústaður brennur.
Sumarbústaður brennur.
Lítill sumarbústaður í grennd við hesthúsahverfið Fjárborgir við Suðurlandsveg, brann til kaldra kola í gærkvöldi.

Slökkviliðið fékk tilkynningu um eld í honum á tólfta tímanum, en bústaðurinn var alelda þegar að var komið og brann niður á svipstundu. Nokkurn tíma tók að róta í rústunum til að slökkva í glæðum.

Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kviknaði og er ekkert vitað um eldskupptök, en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×